Útfærsla tákna - taltaktur og atkvæðadeplar

Taltaktur ýtir undir myndun málhljóða og skýrari framburð

Til þess að ná sem mestum árangri í að laða fram málhljóð og töluð orð hjá barninu er mikilvægt að þeir sem tala við barnið láti hvert atkvæði koma skýrt fram samhliða notkun táknanna. Þá hægir sjálfkrafa á talinu og barninu veitist auðveldara að skilja talið um leið og það nýtir sér táknin til að skilja betur það sem sagt er.

Atkvæðadeplar og útfærsla táka (hreyfingar handa)

Á tmt.is er lagt upp með þá meginreglu að samræmi sé á milli fjölda atkvæða í orði, sem rauðu deplarnir eiga að undirstrika, og útfærslu táknsins.

Dæmi: Orðið ba-na-ni (banani) er 3 atkvæði og útfærsla táknsins er aðlöguð að orðinu. Þá er talað um taltakt og má segja að þannig verði hvert atkvæði „sýnilegt". Annað gott dæmi um samræmi atkvæða og útfærslu tákns er táknið fyrir gíraffa (gí-raf-fi).

Það er þó ekki alltaf unnt að hafa fullt samræmi í fjölda atkvæða og fjölda hreyfinga sem sýndar eru. Það orsakast fyrst og fremst af tæknilegum orsökum. Því þurfa þeir sem nýta sér tmt.is að vera meðvitaðir um mikilvægi þess að samræma taltakt og útfærslu tákna. Sem dæmi um tákn sem ekki var unnt að útfæra þannig að gott samræmi sé á milli hreyfinga sem sýndar eru og fjölda átkvæða má nefna táknin fyrir útigalla og axlabönd.

Eyrún Í. Gísladóttir

   


Mikilvægt er að hafa það í huga þegar verið er að nota TMT að útfærsla táknanna getur verð persónubundin og er í raun ekkert rétt eða rangt til í þeim efnum. Hreyfimyndir táknanna sýna hvernig þau eru framkvæmd og rauðu punktarnir undirstrika taltakt, þ.e.  atkvæði orðanna. Atkvæðin eru til áhersluauka við útfærslu táknanna. Þegar um ræðir eins atkvæða orð er bætt við greini en það hjálpar oft til við útfærslu táknanna. Dæmi:

  1. Hendur saman

  2. Önnur hönd sett fram og sagt: dýr

  3. Hin höndin sett fram og sagt: - in

 

Hér er sýnt hvernig greini er bætt við, með ljósbláum stöfum, til að fá fleiri atkvæði í orðið til áhersluauka.