Jólasveinn Jólasveinn er samsett tákn:
|
||
|
||
Stekkjarstaur Fannst best að sjúga ærnar en var með staurfætur svo það gekk heldur erfiðlega.
Ganga með stífum fingrum yfir lófann. |
||
Giljagaur Hafði yndi af mjólkurfroðunni og hélt sig mest í fjósinu.
Læðast áfram með höndunum, axlir upp. |
||
Stúfur Var lítill og snaggaralegur og fannst dásamlegt að kroppa leifarnar af pönnunum. Sérstaklega ef þær voru vel viðbrenndar.
Eins klappa á kollinn á barni. |
||
Þvörusleikir Mjór eins og girðingarstaur og þótti ekkert betra en að sleikja þvörur sem notaðar voru til að hræra í pottum.
Sleikja þumafingur (sleifina) svipað og ís |
||
Pottaskefill Hirti óhreinu pottana úr eldhúsinu og skóf þá að innan með puttunum. Þeir þurftu engan þvott eftir þá meðferð.
Táknið er samsett úr:
|
||
Askasleikir Stal öskum fólksins, faldi sig með þá og skilaði ekki aftur fyrr en þeir voru tómir.
Táknið er samsett úr:
Ætlunin er að finna annað tákn en pott sem fyrra táknið. |
||
Hurðaskellir Fannst ekkert skemmtilegra en að skella hurðum og notaði til þess hvert tækifæri sem gafst.
Opna hurð og skella aftur. |
||
Skyrgámur Ægilegur rumur sem þefaði uppi skyrtunnurnar og át þar til hann stóð á blístri.
Táknið er samsett:
|
||
Bjúgnakrækir Fimur við að klifra uppi í rjáfri og stal þar reyktum hrossabjúgum.
Táknið er samsett:
|
||
Gluggagægir Gægðist inn um hvern glugga til að reyna að koma auga á eitthvað sem hann gæti hnuplað.
Táknið er samsett:
|
||
Gáttaþefur Með sitt heljarstóra nef gat hann fundið lykt af nýsteiktu brauði langar leiðir og runnið þannig á sinn uppáhaldsmat, laufabrauð.
Benda á nefið, þefa |
||
Ketkrókur Stakk löngum stjaka með króki á niður um strompana til að krækja í kjötlærin sem héngu í eldhúsloftinu.
Táknið er samsett:
|
||
Kertasníkir Þótti góð tólgarkerti og átti í miklu sálarstríði af því hann gat ekki bæði horft á fallegan logann af þeim og borðað þau.
Táknið er samsett:
|
||
Teikningar af jólasveinunum: © Ólafur Pétursson . Birt með leyfi höfundar | ||
Foreldrar jólasveinnanna eru: | ||
Grýla Mynda útlínur langa bogna nefsins hennar Grýlu með vísifingri. |
||
Leppalúði Táknið er samsett - maður + Grýlu:
|