Tákn með tali (TMT) er tjáningarform, ætlað heyrandi einstaklingum sem eiga við mál- og talörðugleika að stríða.
Það
er byggt á látbragði, svipbrigðum, táknum og tali. Táknunum er skipt í:
- Náttúruleg tákn - byggjast á því að athöfn er leikin
eða eiginleikum lýst.
- Eiginleg/samræmd tákn - eru flest fengin að láni úr
táknmáli heyrnarlausra.
Í
TMT eru
táknin alltaf notuð samhliða töluðu máli og aðeins lykilorð
hverrar setningar, eitt eða fleiri, táknuð.
TMT er leið til
tjáskipta jafnframt því sem hún örvar málvitund og málskilning barna.
|
|
Athugið!
Áður en byrjað er að nota vefinn er mikilvægt að skoða vel
leiðbeiningar
um notkun.
Auk þess er afar brýnt að kynna sér
fræðsluefni
um hugmyndafræði og útfærslu TMT. |
Hvað
þýða örvarnar með táknunum?
~
Skýringar hér!
Opnast í sér
glugga sem má hafa opinn meðan flétt er í gegnum flokkana og táknin
skoðuð. |
|
Vefurinn er í
vinnslu
Aðeins
aðalflokkarnir eru settir upp í fyrstu en það eru þeir flokkar sem sjást
hér til vinstri. Undirflokkarnir, sem koma til hægri (í aðalflokkunum),
eru óunnir. Yfirlestri texta er ólokið en verður reynt að vinna bót á
því hið fyrsta.
|
Vefurinn skoðaðast best í
skjáupplausninni 1024x768.
Til að
vefurinn komi sem best út á skjánum gæti þurft að laga skjáupplausnina í
tölvunni. Ef að textinn "Tákn með tali" efst á síðunni sést ekki allur
og takkar eru mjög stórir, þá er upplausnin röng. Það er mjög einfalt að
breyta skjáupplausn eins og sjá má
hér |
Hér er að finna safn tákna sem nýtist
jafnt byrjendum og þeim sem lengra eru komnir í notkun
TMT. Til að
vefurinn nýtist börnum sem best þá birtist hvert tákn sem lifandi mynd, hreyfimynd af
tákninu ásamt texta. |
|
Allt efni á þessari
vefsíðu er verndað af ákvæðum höfundalaga. Það er sett hér til þess að unnt
sé að lesa það af skjá. Heimilt er að prenta út táknin til einkanota eða kennslu
í leik- og grunnskólum. Sérhver eintakagerð eða dreifing efnisins þess utan er
óheimil nema til komi samkomulag við rétthafa höfundaréttar.
Notkun, sem brýtur í bága
við lög eða samninga, getur haft bóta- og refsiábyrgð í för með sér.
©Sigurborg I. Sigurðardóttir
- Táknin eru teiknuð eru af Sigurborgu I. Sigurðardóttur.
©Námsgagnastofnun 1998 - Táknin, sem notuð eru hér á vefnum,
eru tekin úr bókinni Tákn með tali sem gefin var út af Námsgagnastofnun árið
1998. Höfundar eru Björk Alfreðsdóttir og Sigrún Grendal.
Táknin eru
birt hér með góðfúsulegu leyfi Sigurborgar og Námsgagnastofnunar.
©Inga
V. Einarsdóttir, vefstjóri 2002 - Hugmyndina að gerð þessa
fræðsluvefs á Inga V. Einarsdóttir og sér hún um alla uppsetningu,
gagnasöfnun og hönnun vefsins auk þess að breyta táknum í hreyfimyndir.