Til að vefurinn Tákn með tali komi sem best út á skjánum getur þurft að stilla skjáupplausnina í tölvunni. Ef að textinn "Tákn með tali" efst á síðunni sést ekki allur, auk þess sem takkar eru mjög stórir, þá þarf að breyta þessu. Vefurinn á að passa vel á 14" skjá án þess að það komi "scrollbar" neðst til að "scrolla" til hliðar. það er mjög einfalt að breyta skjáupplausn.
Þegar breyta á skjáupplausn þarf að setja niður glugga svo að skjáborðið (desktop) sjáist.

1.

Byrjið á því að hægri smella á skjáborðið og velja Properties neðst á listanum sem birtist.

2.

Veljið flipann "Settings"

3.

Breytið Screen resolution (skjáupplausn) í 1024 by 768 eða meira.

Mismunandi er hversu stórt letur birtist hjá fólki í vafranum þeirra og er auðvelt að bæði stækka og minnka letur. það er gert þannig í Internet Explorer:

  1. Veljið "view"

  2. Næst er "text size" valið

  3. Að lokum er leturstærð valin. Hægt er að prófa sig áfram þar til þægileg leturstærð er komin á vefinn.

 


Svona á vefurinn að líta út (á 14" skjá) ef allar stillingar eru réttar.


Ef skjáupplausnin er of lág (800x600) þá lítur vefurinn svona út: