Nú
er foreldrum boðið upp á þann möguleika að láta útbúa
sér vefsvæði fyrir barnið sitt. Á svæðinu er safnað
saman þeim táknum sem barnið er að læra og nota í
leikskóla, heima fyrir eða annarstaðar. Þannig geta
allir aðilar þ.e. foreldrar, ættingar, vinir og
gæsluaðilar, haft betri yfirsýn yfir hvað barnið er að
læra, auk þess sem það auðveldar barninu að kenna öðrum
með sér. Hugmyndin að Táknasafni Barnsins átti
Eyrún Í. Gísladóttir, talmeinafræðingur, sem hefur verið
mér innan handar við faglega ráðgjöf. Frekari upplýsingar má finna
hér.
Hugmynd að útliti
má skoða hér |
Nú
gefst leikskólum og grunnskólum tækifæri á að láta útbúa
tákn fyrir skólann sinn og hafa aðgengileg á einum stað.
Einnig er hægt að útbúa tákn fyrir deildir, starfsfólk,
börnin og annað sem áhugi er fyrir. Til að útbúa þessi
tákn væri notast við tákn úr táknasafninu á vefnum.
Frekari upplýsingar má finna
hér. |